Samið um vopnahlé í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín forseti ásamt Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra á fundi í Moskvu þar sem þeir ræddu og kynntu fyrir blaðamönnum vopnahléið, sem hefjast átti í Sýrlandi í gærkvöld. Nordicphotos/AFP Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira