Einkennilegt að segjast andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 20:33 "Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem segist nú hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni." vísir/vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016 Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016
Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07