Hlakkar til að segja nei við vantrausti og ætlar svo í frí með konu og barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 15:33 Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði eftir ríkiðsráðsfundinn. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira