Vitaly Mutko, Íþróttamálaráðherra Rússa, segir að notkun lyfsins meldóníum hafi verið gríðarlega algeng meðan rússnesk íþróttafólks en lyfið fór á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016.
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur fallið á lyfinu en hún er langt frá því að vera sú eina sem hefur fallið á fyrstu mánuðunum eftir að lyfið var bannað.
Sjá einnig:Tennisdrottning hrynur af stalli
Vitaly Mutko fór svo langt með að halda því fram að þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi hafi notað meldóníum áður en það var sett á bannlistann.
Um 40 rússneskir íþróttamenn gangast þessa dagana undir rannsókn vegna meldóníum-neyslu og Vitaly Mutko segir sig og ráðuneyti sitt ætla að aðstoða þessa íþróttamenn.
„Þegar við erum að tala um meldóníum þá er mikilvægt að sýna yfirvegun og takmarka skaðann. Við verðum líka að aðstoða rússneska íþróttamenn sem eru undir rannsókn," sagði Vitaly Mutko við Interfax fréttastofuna.
Sjá einnig:Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu
Vitaly Mutko er jafnframt á því að rússnesk yfirvöld hafi stjórn á málunum og geri sér grein fyrir því hverjir þurfa að gangast undir lyfjapróf. „Allt að þrjátíu prósent rússneskra íþróttaliða notuðu meldóníum hér áður fyrr," sagði Mutko við Interfax.
Rússar eru í miklum meirihluta af þeim íþróttamönnum sem hafa fallið á lyfjaprófi vegna neyslu meldóníum. Frægust eru þau Maria Sharapova og skautahlauparinn Pavel Kulizjnikov.
Rússnesk frjálsíþróttafólk er í banni frá öllum alþjóðlegum keppnum vegna óviðunandi lyfjaeftirlits í landinu og óvissa er um hvort þau fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í haust. Meldóníum-vandræði Rússa er örugglega ekki að hjálpa þeim til að losna undan því banni Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi notuðu meldóníum

Tengdar fréttir

„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“
Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það.

Tennisstjarna í sjokki vegna fréttanna af Sharapovu
Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard þekkir vel til Mariu Sharapovu sem var hennar átrúnaðargoð þegar hún var yngri. Sjokkið var því mikið þegar Maria Sharapova tilkynnti heiminum það í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi.

„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“
Kristina Mladenovic hefur lítið sem ekkert álit á Mariu Sharapovu eftir að sú síðarnefnda féll á lyfjaprófi.

„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“
Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það.

Hvað er meldóníum?
"Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu.

Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu
Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Keppinautur Hrafnhildar féll á lyfjaprófi
Fjórfaldur heimsmeistari notaði sama lyf og Mara Sharapova. Vann gull eftir keppni við Hrafnhildi Lúthersdóttur á HM síðasta sumar.