Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um kosningar í haust. vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira