Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um kosningar í haust. vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira