
„Það mál var annars eðlis en nú. Þetta tengist vökvakerfi vélarinnar en það var smávægilegur leki í því,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að bilunin sem kom upp sé ekki bundin við þessa tegund véla.
Bilun vélarinnar hafði í för með sér röskun á flugi félagsins í kvöld og fyrirséð er að það sama verði upp á teningnum á morgun. Vélin átti að fljúga til Egilsstaða og til baka aftur og í kjölfarið túr á Akureyri. Fluginu austur var aflýst en hægt var að senda aðra vél til Akureyrar. Sú fór í loftið fyrir skemmstu.
„Við bíðum eftir varahlutum til að hægt sé að gera við vélina en hún kemst væntanlega í lag á morgun. Það verður einhver röskun á morgun og við munum hafa samband við farþega vegna þessa,“ segir Árni.