Í tilkynningunni segir að markmiðið með breytingunum sé að notendur sjá þær myndir sem þá sannarlega langar að sjá. „Röðin á myndunum og myndböndunum sem þú sérð verður byggð á myndefninu og sambandi þínu við þann sem deilir myndinni. Við ætlum að taka okkur tíma til að ná þessu rétt. Upplifun ykkar af Instagram mun breytast á næstu mánuðum.“
Breytingin leggst ekki vel í alla og þá sér í lagi ekki eigendur smærri fyrirtækja sem óttast að þeir muni drukkna í efni frá risum á markaði. Tæplega 300.000 manns hafa skrifað undir áskorun til Instagram um að falla frá áformum sínum auk þess að notendur Twitter hafa tíst um efnið undir kassamerkinu #KeepInstagramChronologial.
Margir hafa gripið til þess ráðs að biðja fólk um að merkja við get notification (Fá áminningu) í hvert skipti sem notandinn setur inn nýja mynd. Spurning er hvort samskiptavefurinn mun taka mark á kvörtununum eða láti þær sem vind um eyru þjóta.