Fullnæging 16 ára stúlku olli uppnámi í jólaboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 21:15 FM95BLÖ bræður eru hugmyndasmiðir Skells. Vísir „Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið. Borðspil Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið.
Borðspil Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira