Enski boltinn

Firmino gæti misst af leik eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino er í vandræðum.
Firmino er í vandræðum. vísir/getty
Roberto Firmino, framherji Liverpool, hefur verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis á aðfangadag, en hann var gripinn af lögreglunni í Liverpool.

Lögreglan í Liverpool stoppaði Firmino í miðbænum snemma á aðfangadag, en lögreglan í Merseyside hefur staðfest þessar sögusagnir.

Firmino og félagar í Liverpool mæta Stoke á Anfield á morgun, en Firmino gæti misst af leik síðar í vikunni þar sem hann gæti þurft að vera í réttarsalnum. Liverpool mætir City á laugardag.

„Merseyside lögreglan hefur ákært 25 ára gamlan mann fyrir að keyra undir áhrifum áfengis eftir að bíll hans var stöðvaður í miðbæ Liverpool snemma á laugardag, 24. desember 2016," sagði talsmaður lögreglunnar.

„Roberto Firmino, frá Liverpool, mun mæta til dómara í Liverpool síðar í þessari viku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×