Umferðarslys á Íslandi 2015: Aldrei jafn margir erlendir ferðamenn látist Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:11 Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð. Vísir/Valli Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira