Innlent

Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd

Jakob Bjarnar skrifar
Catalina er grjóthörð, árásina lætur hún liggja á milli hluta en hún vill fá skartgripi sína aftur.
Catalina er grjóthörð, árásina lætur hún liggja á milli hluta en hún vill fá skartgripi sína aftur. visir/valli

Nokkrir menn réðust inn á heimili Catalinu Mikue Ncogo, eiganda tískuhússins Miss Miss í febrúar, beittu hana ofbeldi og rændu svo heimili hennar; og höfðu svo á brott með sér fjármuni auk demanta og skartgripa í hennar eigu.



Það er vefmiðillinn Hringbraut sem greinir frá þessu. Catalina, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, leitar nú skartgripa sinna sem ránsmennirnir höfðu á brott með sér. Einkum saknar hún demantshrings sem tilheyrir tólf eðalsteinasetti. En, samkvæmt Hringbraut er sá missir sérlega tilfinnanlegur fyrir eigandann – sem hefur unun að fallegum hlutum.



Þessari sögu fylgir svo að Catalina auglýsi eftir skartinu og gott betur því hún heitir þeim sem kemur upplýsingum til lögreglu um hvar demantana er að finna fundarlaunum upp að allt að 400.000 krónum. Einkum eru gullsmiðir beðnir um að hafa augun hjá sér ef reynt verður að koma þýfinu í verð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×