Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. mars 2016 15:51 Hér sést Dóri mæta á vinnustofu sína í fyrsta sinn eftir brunann. Vísir/Elvar Jóhannsson Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra. Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra.
Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43