Ungar konur eru ánægðari með lífið en ungir karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Þessar fimleikastúlkur fá nóg af hreyfingu og eru því með gott þrek en þó skiptir sjálfsmatið meira máli en mæling á þreki þegar kemur að líkamsmynd stúlkna. vísir/vilhelm Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira