Eiturbras Úrsúla Jünemann skrifar 25. maí 2016 07:00 Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar