Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 23:16 Davíð Oddssson og Árni Páll Árnason árið 2008. Vísir/Stefán Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04