Hálf milljón barna í hættu í Mosúl Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 21:39 Borgin er sú næststærsta í Írak og eitt helsta vígi ISIS og má því búast við mikilli hörku í baráttunni um borgina. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur varað við að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í íröksku borginni Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar. Írakskar og kúrdískar öryggissveitir sækja nú að borginni þar sem þær reyna að taka hana aftur úr höndum liðsmanna ISIS sem hafa þar ráðið lögum og lofum í rúm tvö ár. Borgin er sú næststærsta í Írak og eitt helsta vígi ISIS og má því búast við mikilli hörku í baráttunni um borgina. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börn sem búsett séu í Mosúl hafi þegar þurft að þola gríðarlega erfiðleika seinustu tvö árin. „Fjöldi barna gæti nú þurft að flýja heimili sín, orðið innlyksa á milli víglína á átakasvæðinu eða orðið fyrir beinum árásum. Fjöldi barna og fjölskyldna hefur þegar flúið frá borginni. UNICEF kallar eftir því að allir hlutaðeigandi aðilar í átökunum um Mósúl virði alþjóðleg mannúðarlög og verndi börn. Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum - og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli. Undanfarna mánuði hefur UNICEF einnig undirbúið neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við erum tilbúin með verulegt magn hjálpargagna sem mun nýtast um 150 þúsund manns og stefnum á að auka það í 350 þúsund á næstu dögum og vikum. Sjálboðaliðar eru einnig í viðbragðsstöðu, tilbúnir að annast börn og veita þeim sálræna aðstoð. Starfsfólk UNICEF vinnur nú allan sólarhringinn til að tryggja það að hvar sem börnin verða, verði þau ekki ein,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um málið á vef UNICEF. Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur varað við að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í íröksku borginni Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar. Írakskar og kúrdískar öryggissveitir sækja nú að borginni þar sem þær reyna að taka hana aftur úr höndum liðsmanna ISIS sem hafa þar ráðið lögum og lofum í rúm tvö ár. Borgin er sú næststærsta í Írak og eitt helsta vígi ISIS og má því búast við mikilli hörku í baráttunni um borgina. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börn sem búsett séu í Mosúl hafi þegar þurft að þola gríðarlega erfiðleika seinustu tvö árin. „Fjöldi barna gæti nú þurft að flýja heimili sín, orðið innlyksa á milli víglína á átakasvæðinu eða orðið fyrir beinum árásum. Fjöldi barna og fjölskyldna hefur þegar flúið frá borginni. UNICEF kallar eftir því að allir hlutaðeigandi aðilar í átökunum um Mósúl virði alþjóðleg mannúðarlög og verndi börn. Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum - og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli. Undanfarna mánuði hefur UNICEF einnig undirbúið neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við erum tilbúin með verulegt magn hjálpargagna sem mun nýtast um 150 þúsund manns og stefnum á að auka það í 350 þúsund á næstu dögum og vikum. Sjálboðaliðar eru einnig í viðbragðsstöðu, tilbúnir að annast börn og veita þeim sálræna aðstoð. Starfsfólk UNICEF vinnur nú allan sólarhringinn til að tryggja það að hvar sem börnin verða, verði þau ekki ein,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um málið á vef UNICEF.
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira