Um femínisma Biblíunnar og „bastarða“ Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun