Jón lýsir týpískum ADHD-degi: Eiginkonan hálfgerður stuðningsfulltrúi í aukavinnu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2016 10:30 Jóga og Jón Gnarr unnu saman að Borgarstjóranum. Vísir/Eyþór „Jóga var að vinna á sunnudaginn og ég þurfti að keyra Nonna í tvöfalt barnaafmæli í Egilshöll. Jóga fór yfir þetta margsinnis í marga daga og ég horfði alltaf á hana með sama „Ég er ekki fáviti-augnaráðinu.“ Svona hefst frásögn leikarans Jóns Gnarr á Facebook-síðu sinni en þar segir hann frá viðburðarríkum degi þar sem allt fór úrskeiðir og skellir hann skuldinni á gríðarlegan athyglisbrest sem hann er með. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóga, er eiginkona Jóns og þarf hún greinilega oft að hugsa töluvert fyrir eiginmann sinn. „Hún skrifaði þetta samt allt niður á miða og skildi eftir á borðstofuborðinu ásamt tveimur þúsundöllum sem voru handa sitthvoru afmælisbarni. Hún sendi mér svo SMS til að minna mig á tímann og að finna umslög til að setja þúsundkallana í. Nonni var líka með þetta á hreinu. Ég hafði margt að gera á sunnudaginn og tíminn leið hratt. Allt í einu áttaði ég mig á að við vorum orðnir seinir. Ég fann umslög og dreif Nonna af stað. Ég gleymdi miðanum á borðinu og á leiðinni gleymdi ég hvort þetta var í Egilshöll eða Korputorgi.“ Hann segist hafa byrjað á því að keyra í kringum Egilshöll og kíkja innum allar dyr.Jóga svaraði ekki í símann „Þetta var greinilega ekki þar. Ég hringdi margsinnis í Jógu en hún svaraði ekki. Þannig að ég fór á Korputorg og keyrði nokkra hringi í kringum það þangað til Nonni spurði af hverju ég hringdi ekki bara í aðra mömmuna til að spyrja hana. Við gerðum það. Þetta var í Egilshöll þannig að við keyrðum þangað. Ég gat ómögulega fundið innganginn þannig að við hringdum aftur í hana og hún var svo vinsamleg að koma út og sækja Nonna. Hann var þá orðinn rúmlega hálftíma of seinn. Þar sem hann var að fara útúr bílnum komumst við að því að ég hafði gleymt að setja peningana í umslögin og skilið þá eftir heima við hliðina á miðanum.“ Sonur Jóns sagði þá við Pabba sinn peningaleysis skipti engu og bað hann um að sækja sig eftir klukkutíma. „Ég ákvað að fara í Bauhaus á meðan. Fyrir utan Bauhaus fattaði ég að ég hafði líka gleymt veskinu mínu heima. Það var í öðrum jakka. Ég fór samt inní Bauhaus til að skoða. Þar rakst ég á plastkassa einsog mig hefur lengi vantað. Ég tók hann og var kominn með hann í röðina þegar ég mundi aftur að ég var ekki með veskið. Þá var klukkutíminn að verða liðinn svo ég dreif mig af stað og keyrði annars hugar aftur niðrí Korputorg. Þegar ég renndi í hlaðið mundi ég strax að þetta var í Egilshöll.“ Jón segir að svona séu flestir daga hjá sér, og sérstaklega þegar hann þarf að gera eitthvað einn og óstuddur. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki mína elskulegu fjölskyldu og þá sérstaklega eiginkonu sem er til í að vera hálfgerður stuðningsfulltrúi í aukavinnu. Og ég er bara svo einlæglega þakklátur fyrir að fólkið mitt skuli ekki vera öskureitt útí mig alltaf hreint og alltaf taka þessu ringli af jafnaðargeði. Athyglisbresturinn er líka að versna með aldrinum.“ Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Jóga var að vinna á sunnudaginn og ég þurfti að keyra Nonna í tvöfalt barnaafmæli í Egilshöll. Jóga fór yfir þetta margsinnis í marga daga og ég horfði alltaf á hana með sama „Ég er ekki fáviti-augnaráðinu.“ Svona hefst frásögn leikarans Jóns Gnarr á Facebook-síðu sinni en þar segir hann frá viðburðarríkum degi þar sem allt fór úrskeiðir og skellir hann skuldinni á gríðarlegan athyglisbrest sem hann er með. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóga, er eiginkona Jóns og þarf hún greinilega oft að hugsa töluvert fyrir eiginmann sinn. „Hún skrifaði þetta samt allt niður á miða og skildi eftir á borðstofuborðinu ásamt tveimur þúsundöllum sem voru handa sitthvoru afmælisbarni. Hún sendi mér svo SMS til að minna mig á tímann og að finna umslög til að setja þúsundkallana í. Nonni var líka með þetta á hreinu. Ég hafði margt að gera á sunnudaginn og tíminn leið hratt. Allt í einu áttaði ég mig á að við vorum orðnir seinir. Ég fann umslög og dreif Nonna af stað. Ég gleymdi miðanum á borðinu og á leiðinni gleymdi ég hvort þetta var í Egilshöll eða Korputorgi.“ Hann segist hafa byrjað á því að keyra í kringum Egilshöll og kíkja innum allar dyr.Jóga svaraði ekki í símann „Þetta var greinilega ekki þar. Ég hringdi margsinnis í Jógu en hún svaraði ekki. Þannig að ég fór á Korputorg og keyrði nokkra hringi í kringum það þangað til Nonni spurði af hverju ég hringdi ekki bara í aðra mömmuna til að spyrja hana. Við gerðum það. Þetta var í Egilshöll þannig að við keyrðum þangað. Ég gat ómögulega fundið innganginn þannig að við hringdum aftur í hana og hún var svo vinsamleg að koma út og sækja Nonna. Hann var þá orðinn rúmlega hálftíma of seinn. Þar sem hann var að fara útúr bílnum komumst við að því að ég hafði gleymt að setja peningana í umslögin og skilið þá eftir heima við hliðina á miðanum.“ Sonur Jóns sagði þá við Pabba sinn peningaleysis skipti engu og bað hann um að sækja sig eftir klukkutíma. „Ég ákvað að fara í Bauhaus á meðan. Fyrir utan Bauhaus fattaði ég að ég hafði líka gleymt veskinu mínu heima. Það var í öðrum jakka. Ég fór samt inní Bauhaus til að skoða. Þar rakst ég á plastkassa einsog mig hefur lengi vantað. Ég tók hann og var kominn með hann í röðina þegar ég mundi aftur að ég var ekki með veskið. Þá var klukkutíminn að verða liðinn svo ég dreif mig af stað og keyrði annars hugar aftur niðrí Korputorg. Þegar ég renndi í hlaðið mundi ég strax að þetta var í Egilshöll.“ Jón segir að svona séu flestir daga hjá sér, og sérstaklega þegar hann þarf að gera eitthvað einn og óstuddur. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki mína elskulegu fjölskyldu og þá sérstaklega eiginkonu sem er til í að vera hálfgerður stuðningsfulltrúi í aukavinnu. Og ég er bara svo einlæglega þakklátur fyrir að fólkið mitt skuli ekki vera öskureitt útí mig alltaf hreint og alltaf taka þessu ringli af jafnaðargeði. Athyglisbresturinn er líka að versna með aldrinum.“
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira