Lífið

Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október og er þátturinn merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár ungar konur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður.

Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig.

Þegar stelpurnar fóru af stað með þáttinn stofnuðu þær Snapchat-reikning thrjarifotu til að vera meira í tengslum við hlustendur þáttanna. Það fór nokkuð vel af stað en fljótlega fóru að berast typpamyndir á Snapchat-ið þeirra.

Þær brugðu því á það ráð að heyra í nokkrum þekktum karlmönnum í síðasta þætti og spurðu þá út í hvað þeim fyndist um að karlmenn væru yfirleitt að senda frá sér typpamyndir.

Þær heyrðu Sverrir Bergmann, Nökkva Fjalari, Steinari, Kristjáni í Sykri, Jóni Gunnari Geirdal, Ívari Guðmundssyni og Steinari í Quarashi og á Albumm.is.

Hér að ofan má heyra hvað þeim finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.