VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2016 00:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, einn forystumanna Pírata, á spjalli. Flokkar þeirra eru langstærstu flokkarnir í stjórnarandstöðu miðað við nýja könnun fréttastofu 365. vísir/eyþór Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32