Stórt kvöld í borginni sem átti ekki meistara í 52 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 22:30 LeBron James með uppskeruna í sumar. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira