Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2016 11:34 Það er napurt á vettvangi. Vísir/vilhelm Rútan sem fór út Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarannn liggur á hliðinni og hafa sjúkraflutningamenn þurft að beita klippum til að ná tveimur farþegum úr flakinu. Talið er að um fimm til sjö séu alvarlega slasaðir. Búið er að klippa annan úr bílnum og unnið er að því að ná hinum úr flakinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að 41 farþegi hafi verið í rútunni. Þorri þeirra sem í rútunni voru eru kínverskir ferðamenn. Bílstjóri og leiðsögumaður eru íslenskir.Sjá einnig: Rútuslys á Þingvallavegi Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að um 10 sjúkrabílar séu ýmist á vettvangi eða á leið þangað. Hann gerir ráð fyrir því að þurfi að nota þá alla og því séu líklega minnst 10 slasaðir. Þó of snemmt sé að fullyrða um tildrög slyssins segir Rögnvaldur að líklegt verði að teljast að hálka hafi átt hlut að máli. Leiða megi líkur að því að ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og hafnað utan vegar. Áfallateymi Rauða krossins er á vettvangi og „minna slasað“ fólk verður flutt í fjöldahjálparstöð. Þá eru starfsmenn á skurðstofum Landspítalans í viðbragðsstöðu vegna slyssins.Uppfært: 11:45Lögreglan vill biðja alla þá sem tóku upp farþega eða slasaða á slysavettvangi að láta strax vita svo að hægt sé að tryggja að allir farþegar í rútunni séu fundnir. Hægt er að láta vita gegnum 112 eða björgunaraðila á vettvangi. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Rútan sem fór út Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarannn liggur á hliðinni og hafa sjúkraflutningamenn þurft að beita klippum til að ná tveimur farþegum úr flakinu. Talið er að um fimm til sjö séu alvarlega slasaðir. Búið er að klippa annan úr bílnum og unnið er að því að ná hinum úr flakinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að 41 farþegi hafi verið í rútunni. Þorri þeirra sem í rútunni voru eru kínverskir ferðamenn. Bílstjóri og leiðsögumaður eru íslenskir.Sjá einnig: Rútuslys á Þingvallavegi Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að um 10 sjúkrabílar séu ýmist á vettvangi eða á leið þangað. Hann gerir ráð fyrir því að þurfi að nota þá alla og því séu líklega minnst 10 slasaðir. Þó of snemmt sé að fullyrða um tildrög slyssins segir Rögnvaldur að líklegt verði að teljast að hálka hafi átt hlut að máli. Leiða megi líkur að því að ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og hafnað utan vegar. Áfallateymi Rauða krossins er á vettvangi og „minna slasað“ fólk verður flutt í fjöldahjálparstöð. Þá eru starfsmenn á skurðstofum Landspítalans í viðbragðsstöðu vegna slyssins.Uppfært: 11:45Lögreglan vill biðja alla þá sem tóku upp farþega eða slasaða á slysavettvangi að láta strax vita svo að hægt sé að tryggja að allir farþegar í rútunni séu fundnir. Hægt er að láta vita gegnum 112 eða björgunaraðila á vettvangi.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira