Innlent

Facebook bannar fokkjúmyndina af Birgittu

Jakob Bjarnar skrifar
Ásgeir segir að um 230 manns megi eiga von á löginnheimtu, kröfu þar sem nemur um 290 vegna ólögmætrar dreifingar á mynd sinni.
Ásgeir segir að um 230 manns megi eiga von á löginnheimtu, kröfu þar sem nemur um 290 vegna ólögmætrar dreifingar á mynd sinni. geirix/rósa
Facebook hefur nú bannað notkun á mynd Ásgeirs Ásgeirssonar ljósmyndara af þeim Birgittu Jónsdóttur Pírata og Spessa ljósmyndara. Eins og fram hefur komið er um að ræða uppstillta mynd sem Ásgeir tók af þeim á útifundi fyrir nokkrum árum, og bað hann þau um að sýna honum fingurinn. Ásgeir heldur því fram að þessi mynd hafi verið misnotuð, höfundarréttur brotinn sem og sæmdarréttur.

Vísir fjallaði um málið í gær og greindi þá frá því að um 235 einstaklingar eru komnir á blað, tekið hefur verið skjáskot af dreifingu viðkomandi. Ásgeir segir í samtali við Vísi að nú sé verið að vinna í að ganga frá kröfum á hendur viðkomandi og getur sú krafa með kostnaði numið um 290 þúsund krónum.

Ásgeir segir það í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart að Facebook hafi gripið inní. Hann segir það martröð að standa í þessu, tímafrekt og kosti mikla vinnu.

„Það þarf að fylla út viss form fyrir hvert tilfelli og það tekur tíma. Það þarf að senda staðfestingarform eftir það og svara síðan tölvupóstum í flestum tilfellum og sýna forsvarsmönnum Facebook staðfestingu á að myndverk sé í minni eigu. Svo ef það koma mótmæli þá þarf maður að svara því,“ segir Ásgeir.

Ástæðan af hverju vel gekk að fá fram bann að þessu sinni er sú að um er að ræða svo mörg tilfelli.

„Facebook copyright batteríið tók í taumanna, enda verða þeir samkvæmt lögum um DMCA að bregðast við innan 24 tíma. En vegna fjöldans þá var þetta komið í 72 tíma og þá fara þeir inn á svæði þar sem ég gæti sótt að þeim fyrir að fara ekki eftir DMCA lögum. Þannig að þeir setja í gír með það í stöðunni.“

Að sögn Ásgeirs var um óvenju mikið magn að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×