Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir ekki hagkvæmt að reka fyrirtækið frá Bolungarvík en stofnendurnir hafi haft áhuga á að efla samfélagið á Vestfjörðum. Vísir/siffa Við byrjuðum að þróa vöruna 2012 og þá höfðum við lengi verið að spá í þetta. Því að á Norðurlöndunum og víða í kringum okkur hefur verið mikil aukning í framleiðslu á laktósafríum vörum og upp á síðkastið hefur þetta verið algjör sprenging. Fólk gerir sér betur grein fyrir því að það þola ekki allir mjólk,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurframleiðslunnar Örnu í Bolungarvík. Markaðurinn heimsótti fyrirtækið um helgina. „Þegar stóð til að loka samlaginu á Ísafirði þá fór ég að velta þessu fyrir mér og vildi komast þangað inn en það gekk ekki,“ segir Hálfdán. Úr varð að fyrirtækið fékk húsnæði að Hafnargötu 80 í Bolungarvík, beint á móti Bjarnabúð sem allir Bolvíkingar þekkja. Framleiðslan hófst svo í september 2013. Forsvarsmönnum Örnu fannst vanta laktósafría mjólk á markaðinn og hugðust svara þeirri eftirspurn. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa sett upp mjólkurvinnslu á Íslandi, þeim hefur ekkert gengið í samkeppni við Mjólkursamsöluna. En með því að vera með laktósafríar mjólkurvörur þá ertu með ákveðna sérstöðu sem þú getur byggt á. Þeir reyndar komu með sína léttmjólk um leið og þeir fréttu að við værum að fara af stað, en þeir hafa ekki komið með fleiri vörur þannig að við sinnum þessum markaði að mestu leyti,“ segir Hálfdán. Hann tekur þó fram að vörurnar frá Örnu höfði til fleiri en þeirra sem hafa mjólkuróþol. Í framleiðslu Örnu sé verið að draga úr sykurnotkun og vörur Örnu séu oftast miklu hollari en þær sykruðu. Hálfdán segir að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður til að byrja með. „Við byrjuðum í september þannig að það er ekki að marka fyrsta árið. En annað árið, það er 2014, var mikið tap hjá okkur,“ segir Hálfdán. Hann bendir á að fyrirtækið hafi þurft að fjárfesta mikið og þurft að glíma við alls kyns verkefni, eins og venja er þegar fyrirtæki eru að hefja starfsemi. Hálfdán segir að fyrirtækið hafi verið rekið við núllið á síðasta ári og það stefni í hagnað á yfirstandandi ári. „Mér sýnist við vera að velta svona sirka 5-600 milljónum á þessu ári, en í fyrra velti fyrirtækið 240 milljónum,“ segir Hálfdán. Hann segir að ástæða veltuaukningarinnar sé annars vegar umræða í samfélaginu um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál. En líka vegna þess að vöruúrvalið hjá Örnu hafi breikkað og framleiðslan verið betur kynnt.Framkvæmdastjóri Örnu segir að stefni í 5-600 milljón króna veltu á árinu.mynd/ernirÆtla að kynna Örnu betur Hálfdán segir að markaðssetning fyrirtækisins gangi út á að kynna fyrirtækið betur. „Það eru ótrúlega margir sem vita ekkert hvað Arna er,“ segir Hálfdán. Hollustan skipti líka máli. „Þetta eru hollar mjólkurvörur og auðmeltanlegri. Það þola þær allir,“ segir Hálfdán. Þá sé minni sykur í vörunum og fyrirtækið hafi líka framleitt vörur með nýjum bragðtegundum. Þannig marki fyrirtækið sér sérstöðu. Fyrirtækið er með um 24 vörunúmer og nýjasta vörutegundin er grísk jógúrt. „Svo erum við stöðugt að vinna í vöruþróun til þess að breikka vöruúrvalið. Þetta snýst um að vera með breitt vöruúrval til þess að auka veltuna; nýjar tegundir og aðrar bragðtegundir.“Ellefu eigendurAuk Hálfdáns eru tíu eigendur að Örnu, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Stærsti hluthafinn er Jon Von Tetzchner. „Hann er búinn að vera í þessu frá byrjun og hann stendur mjög þétt við bakið á okkur,“ segir Hálfdán. Hálfdán segir ekki hagkvæmt að reka fyrirtækið frá Bolungarvík. „Nei, það er það ekki. En við erum héðan og höfum áhuga á því að efla samfélagið hérna fyrir vestan. En þetta er dýrara heldur en að vera í borginni. Sérstaklega flutningur og dreifing,“ segir Hálfdán. Arna er í samvinnu við Landflutninga, sem flytja vöruna til Reykjavíkur. Svo er dreifingaraðili á höfuðborgarsvæðinu sem dreifir vörunni um allt land, nema á Vestfjörðum. Hálfdán segir engar hugmyndir uppi um að flytja framleiðsluna suður til Reykjavíkur. „Það veitir ekkert af því að gera eitthvað hérna. Það höfðu auðvitað ekkert margir trú á þessu í byrjun, að reka mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þetta gengur ágætlega,“ segir Hálfdán. Í dag vinna sex hjá fyrirtækinu en áætlað er að starfsmönnum fjölgi um fjóra í haust.Hálfdán segir að Arna sé einungis með eins prósents markaðshlutdeild en þyrfti að vera með tíu prósent til að vera samkeppnisfær á markaði. Fréttablaðið/EyþórTækifæri á heimamarkaðiHálfdán segist ekki vera farinn að hugsa að ráði um að markaðssetja vörur Örnu erlendis. „Það hafa komið fyrirspurnir og við höfum sent út prufur. En það hefur ekkert komið út úr því,“ segir hann. Fyrirtækið sé að stækka á heimamarkaðnum og það séu enn mikil tækifæri til stækkunar. „Útflutningur hljómar ágætlega en það er ekkert möst. Eflaust kemur einhvern tímann að því að við förum að spá í það, bæði þegar við erum búin að efla okkur tæknilega séð og auka framleiðslugetuna,“ segir Hálfdán. Þá bendir hann á að tollar séu lagðir á útflutning, sem samsvari um áttatíu krónum á hverja skyrdós, þannig að óvíst sé hvort framleiðsla Örnu yrði samkeppnishæf.MS gæti drepið Örnu ef það villHann ítrekar að það séu tækifæri hér heima. Arna sé einungis með eins prósents markaðshlutdeild en þyrfti að vera með tíu prósent til að vera samkeppnisfær á markaði. En það sé erfitt að keppa við Mjólkursamsöluna. „Það versta við þetta er að þú hefur enga tryggingu fyrir því, þó að þú standir þig ágætlega, að þú lifir af. Vegna þess að MS, sem er eini samkeppnisaðilinn, getur gert það sem honum sýnist. Hann getur komið með laktósafríar vörur og undirboðið þær þegar honum sýnist. Bara drepið okkur á nokkrum vikum. Nema að neytendur standi með okkur,“ segir Hálfdán. Það flækir líka samkeppnisstöðuna að Arna kaupir alla hrámjólk, sem vörur eru unnar úr, frá Mjólkursamsölunni. „Við gerum það. Þeir segja að við þurfum þess ekki. Að við getum sótt beint til bænda. En það er óraunhæft,“ segir Hálfdán. Mjólkursamsalan geti hins vegar sótt alla mjólk til bænda í krafti stærðar sinnar. Hálfdán segir að starfsemi Örnu sé háð því að neytendur standi með fyrirtækinu. Það hafa þeir gert, enda hefur velta Örnu aukist þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stendur sem hæst. „Það hefur gerst tvisvar sinnum. Það gerðist haustið 2014 og svo núna í sumar,“ segir Hálfdán. Hann segir að veltuaukningin hafi þó ekki haldið sér að fullu. Það hafi orðið gríðarleg aukning fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir umræðuna en svo hafi hún minnkað. En varanleg aukning frá því í sumar er um það bil 50 prósent. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Við byrjuðum að þróa vöruna 2012 og þá höfðum við lengi verið að spá í þetta. Því að á Norðurlöndunum og víða í kringum okkur hefur verið mikil aukning í framleiðslu á laktósafríum vörum og upp á síðkastið hefur þetta verið algjör sprenging. Fólk gerir sér betur grein fyrir því að það þola ekki allir mjólk,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurframleiðslunnar Örnu í Bolungarvík. Markaðurinn heimsótti fyrirtækið um helgina. „Þegar stóð til að loka samlaginu á Ísafirði þá fór ég að velta þessu fyrir mér og vildi komast þangað inn en það gekk ekki,“ segir Hálfdán. Úr varð að fyrirtækið fékk húsnæði að Hafnargötu 80 í Bolungarvík, beint á móti Bjarnabúð sem allir Bolvíkingar þekkja. Framleiðslan hófst svo í september 2013. Forsvarsmönnum Örnu fannst vanta laktósafría mjólk á markaðinn og hugðust svara þeirri eftirspurn. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa sett upp mjólkurvinnslu á Íslandi, þeim hefur ekkert gengið í samkeppni við Mjólkursamsöluna. En með því að vera með laktósafríar mjólkurvörur þá ertu með ákveðna sérstöðu sem þú getur byggt á. Þeir reyndar komu með sína léttmjólk um leið og þeir fréttu að við værum að fara af stað, en þeir hafa ekki komið með fleiri vörur þannig að við sinnum þessum markaði að mestu leyti,“ segir Hálfdán. Hann tekur þó fram að vörurnar frá Örnu höfði til fleiri en þeirra sem hafa mjólkuróþol. Í framleiðslu Örnu sé verið að draga úr sykurnotkun og vörur Örnu séu oftast miklu hollari en þær sykruðu. Hálfdán segir að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður til að byrja með. „Við byrjuðum í september þannig að það er ekki að marka fyrsta árið. En annað árið, það er 2014, var mikið tap hjá okkur,“ segir Hálfdán. Hann bendir á að fyrirtækið hafi þurft að fjárfesta mikið og þurft að glíma við alls kyns verkefni, eins og venja er þegar fyrirtæki eru að hefja starfsemi. Hálfdán segir að fyrirtækið hafi verið rekið við núllið á síðasta ári og það stefni í hagnað á yfirstandandi ári. „Mér sýnist við vera að velta svona sirka 5-600 milljónum á þessu ári, en í fyrra velti fyrirtækið 240 milljónum,“ segir Hálfdán. Hann segir að ástæða veltuaukningarinnar sé annars vegar umræða í samfélaginu um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál. En líka vegna þess að vöruúrvalið hjá Örnu hafi breikkað og framleiðslan verið betur kynnt.Framkvæmdastjóri Örnu segir að stefni í 5-600 milljón króna veltu á árinu.mynd/ernirÆtla að kynna Örnu betur Hálfdán segir að markaðssetning fyrirtækisins gangi út á að kynna fyrirtækið betur. „Það eru ótrúlega margir sem vita ekkert hvað Arna er,“ segir Hálfdán. Hollustan skipti líka máli. „Þetta eru hollar mjólkurvörur og auðmeltanlegri. Það þola þær allir,“ segir Hálfdán. Þá sé minni sykur í vörunum og fyrirtækið hafi líka framleitt vörur með nýjum bragðtegundum. Þannig marki fyrirtækið sér sérstöðu. Fyrirtækið er með um 24 vörunúmer og nýjasta vörutegundin er grísk jógúrt. „Svo erum við stöðugt að vinna í vöruþróun til þess að breikka vöruúrvalið. Þetta snýst um að vera með breitt vöruúrval til þess að auka veltuna; nýjar tegundir og aðrar bragðtegundir.“Ellefu eigendurAuk Hálfdáns eru tíu eigendur að Örnu, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Stærsti hluthafinn er Jon Von Tetzchner. „Hann er búinn að vera í þessu frá byrjun og hann stendur mjög þétt við bakið á okkur,“ segir Hálfdán. Hálfdán segir ekki hagkvæmt að reka fyrirtækið frá Bolungarvík. „Nei, það er það ekki. En við erum héðan og höfum áhuga á því að efla samfélagið hérna fyrir vestan. En þetta er dýrara heldur en að vera í borginni. Sérstaklega flutningur og dreifing,“ segir Hálfdán. Arna er í samvinnu við Landflutninga, sem flytja vöruna til Reykjavíkur. Svo er dreifingaraðili á höfuðborgarsvæðinu sem dreifir vörunni um allt land, nema á Vestfjörðum. Hálfdán segir engar hugmyndir uppi um að flytja framleiðsluna suður til Reykjavíkur. „Það veitir ekkert af því að gera eitthvað hérna. Það höfðu auðvitað ekkert margir trú á þessu í byrjun, að reka mjólkurvinnslu í Bolungarvík, en þetta gengur ágætlega,“ segir Hálfdán. Í dag vinna sex hjá fyrirtækinu en áætlað er að starfsmönnum fjölgi um fjóra í haust.Hálfdán segir að Arna sé einungis með eins prósents markaðshlutdeild en þyrfti að vera með tíu prósent til að vera samkeppnisfær á markaði. Fréttablaðið/EyþórTækifæri á heimamarkaðiHálfdán segist ekki vera farinn að hugsa að ráði um að markaðssetja vörur Örnu erlendis. „Það hafa komið fyrirspurnir og við höfum sent út prufur. En það hefur ekkert komið út úr því,“ segir hann. Fyrirtækið sé að stækka á heimamarkaðnum og það séu enn mikil tækifæri til stækkunar. „Útflutningur hljómar ágætlega en það er ekkert möst. Eflaust kemur einhvern tímann að því að við förum að spá í það, bæði þegar við erum búin að efla okkur tæknilega séð og auka framleiðslugetuna,“ segir Hálfdán. Þá bendir hann á að tollar séu lagðir á útflutning, sem samsvari um áttatíu krónum á hverja skyrdós, þannig að óvíst sé hvort framleiðsla Örnu yrði samkeppnishæf.MS gæti drepið Örnu ef það villHann ítrekar að það séu tækifæri hér heima. Arna sé einungis með eins prósents markaðshlutdeild en þyrfti að vera með tíu prósent til að vera samkeppnisfær á markaði. En það sé erfitt að keppa við Mjólkursamsöluna. „Það versta við þetta er að þú hefur enga tryggingu fyrir því, þó að þú standir þig ágætlega, að þú lifir af. Vegna þess að MS, sem er eini samkeppnisaðilinn, getur gert það sem honum sýnist. Hann getur komið með laktósafríar vörur og undirboðið þær þegar honum sýnist. Bara drepið okkur á nokkrum vikum. Nema að neytendur standi með okkur,“ segir Hálfdán. Það flækir líka samkeppnisstöðuna að Arna kaupir alla hrámjólk, sem vörur eru unnar úr, frá Mjólkursamsölunni. „Við gerum það. Þeir segja að við þurfum þess ekki. Að við getum sótt beint til bænda. En það er óraunhæft,“ segir Hálfdán. Mjólkursamsalan geti hins vegar sótt alla mjólk til bænda í krafti stærðar sinnar. Hálfdán segir að starfsemi Örnu sé háð því að neytendur standi með fyrirtækinu. Það hafa þeir gert, enda hefur velta Örnu aukist þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stendur sem hæst. „Það hefur gerst tvisvar sinnum. Það gerðist haustið 2014 og svo núna í sumar,“ segir Hálfdán. Hann segir að veltuaukningin hafi þó ekki haldið sér að fullu. Það hafi orðið gríðarleg aukning fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir umræðuna en svo hafi hún minnkað. En varanleg aukning frá því í sumar er um það bil 50 prósent.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira