Erlent

Vann milljónir í lottó viku eftir að hafa lifað af flugslys

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvélin var illa leikin eftir brotlendinguna.
Flugvélin var illa leikin eftir brotlendinguna. Vísir/EPA
62 ára gamall maður frá Indlandi getur nú gert tilkall til titilsins heppnasti maður í heimi eftir að hann vann eina milljón dollara, um 120 milljónir íslenskra króna, í lottóvinning aðeins sex dögum eftir að hann komst lífs af úr flugslysi á flugvellinum í Dubai.

Maðurinn, Mohammad Basheer Abdul Khadar var um borð í flugvél Emirates sem hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Dubai fyrir rétt rúmri viku. Komust allir farþegar sem og áhöfn lífs af en einn slökkviliðsmaður lét lífið. Gríðarlega sprenging varð skömmu eftir brotlendingu vélarinnar átti Mohammad Basheer fótum sínum fjör að launa líkt og hinir 300 farþegar sem um borð voru.

Eftir flugslysið fjárfesti Mohammad í lottómiða og var miði hans dreginn út í gær. Hefur hann starfað í Dúbaí frá árinu 1978 en ætlar sér nú að hætta að vinna og snúa aftur til Indlands til þess að hjálpa þeim sem bágt eru staddur,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×