Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Guðjón Sigurbjartsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun