Erlent

Nú þarf rafræna ferðaheimild til Kanada

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Svo virðist sem Kanada séu að herða aðgang inn í landið.
Svo virðist sem Kanada séu að herða aðgang inn í landið. Vísir/Getty
Utanríkisráðuneyti Íslands sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að frá og með 29. september næstkomandi  verði það krafa stjórnvalda í Kanada að gestir verði með rafræna ferðaheimild, eða svokallaða eTA. Þetta á einnig við þá sem millilenda í landinu.

Stjórnvöld hvetja því Íslendinga sem ætla að ferðast að stoppa í landinu að sækja um rafræna ferðaheimild í tækri tíð. Íslensk vegabréf eru tengd rafrænu árituninni í allt að fimm ár eða til þess dags sem vegabréfið rennur út. Hægt er að sækja um rafræna ferðaheimild á netinu og mælt er með því að slíkt sé gert áður en fólk kaupi sér flugmiða til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×