Erlent

Ellefu fyrirburar létust í eldsvoða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá gölluðum rafmagnsvírum.
Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá gölluðum rafmagnsvírum. Vísir/Getty
Minnst ellefu fyrirburar létust í gær í eldsvoða í spítala í Bagdad, höfuðborg Írak. Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá gölluðum rafmagnsvírum.

Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu í Írak segir að eldurinn hafi brotist út í vökudeild Yarmouk-spítala í vesturhluta borgarinnar. Sjö öðrum börnum og 29 konum var komið fyrir á öðrum spítala skömmu eftir að eldurinn braust út. Minnst nítján hlutu meðferð vegna reykeitrunar.

Spítalanum hefur verið lokað á meðan rannsókn á eldsupptökum fer fram en foreldrar og ættingjar barnanna sem létust hafa safnast saman fyrir framan spítalann og krefjast þeir aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar en rafmagnseldar eru tíðir í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×