Leggja til breytingar til sátta á lagafrumvarpi um búvörulög Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Þing kemur saman í næstu viku. vísir/vilhelm Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira