Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Þorgeir Helgason skrifar 12. apríl 2016 17:50 Stöðumælum verður komið upp á Þingvöllum og í Reynisfjöru í sumar. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira