Gríðarleg eyðilegging á Haítí Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 08:55 Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rús vísir/epa Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira