Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 5. október 2016 21:15 Janus Daði skoraði níu mörk fyrir Hauka. vísir/ernir Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira