Heiðar Logi er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann segir að þótt kuldinn geti verið gríðarlegur þá sé það vel þess virði. Hann segist aðallega hafa stundað brimbrettaiðkun sína á Íslandi, en þá hafi hann einnig ferðast til Frakklands, Spánar, Kanada og Kaliforníu.
Heiðar segir Ísland þó vera það allra heitasta í brimbrettaheiminum í dag.
„Það eru allir að leita að hinni fullkomnu öldu þar sem er ekki mikið af fólki og Ísland er fullkominn staður fyrir það,“ segir Heiðar Logi og bætir við að Austfirði séu besti staðurinn hér á landi fyrir brimbrettaiðkun, enda sé mikið af opnu hafi þar.
Heiðar Logi er einnig virkur á Instagram og er hægt að fylgjast með honum þar undir nafninu @heidarlogi.