Lífið

Sindri entist mínútu í hringnum með Sunnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð fyrir skömmu fyrsta íslenska konan til að berjast í atvinnubardaga í blönduðum bardagaíþróttum, MMA. Hún er rísandi stjarna í heimi bardagaíþrótta og fékk Sindri Sindrason að kenna á kröftum hennar í hringnum í gær.

Sýnd var nærmynd af Sunnu í 19:10 í gær þar sem rætt var við vini og aðstandendur Sunnu sem segja hana eiga framtíðina fyrir sér. Stutt er síðan Conor McGregor, ein helsta stjarna MMA sagði að enginn vafi væri á því að þarna væri á ferðinni framtíðarmeistari.

Sindra fannst því góð hugmynd að kanna hvort hann ætti einhvern möguleika í Sunnu í hringnum sem lofaði þó að fara vel með hann.

„Þú ert ekki með góm og svona þannig að ég ætla ekkert að kýla þig á kjammann,“ sagði Sunna við Sindra áður en átökin hófust og má greinilega sjá að Sindra leist ekki á blikuna.

Sunna var ekki lengi að ná Sindra í gólfið en það verður þó að hrósa honum fyrir lipra tilburði og hversu lengi hann þó entist, miðað við andstæðinginn en það tók Sunnu rétt um mínútu að leggja Sindra að velli.

Innslagið allt og bardaga þeirra má sjá hér fyrir ofan en varað er við myndunum sem fylgja.

MMA

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.