Erlent

Minnst 25 látnir vegna Matthew

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Haítí.
Frá Haítí. Vísir/AFP
Minnst 21 hefur látið lífið á Haítí eftir að fellibylurinn Matthew fór þar yfir. Björgunarsveitarmenn reyna að komast til afskekktra og einangraðra bæja til að ná utan um eyðilegginguna að fullu. Matthew er kröftugasti fellibylurinn sem herjar á Karíbahafið í tæpan áratug.

Fjöldi látinna er þó nokkuð á reiki enn.

Milljónir hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín við austurströng Bandaríkjanna. Vindurinn náði um 230 kílómetra hraða á Haítí og Kúbu og rigndi gífurlega mikið. Auk þeirra sem létust í Haítí hafa fjórir látið lífið í Dóminíku.

Samkvæmt frétt BBC halda minnst tíu þúsund íbúar Haítí til í neyðarskýlum og sjúkrahús eru full. Fjöldi heimila eyðilagðist í fellibylnum. Mikilvæg brú hrundi í landinu og því hefur svæðið sem varð hvað verst úti ekki verið skoðað nægjanlega og björgunarsveitarmenn hafa ekki komist þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×