Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Fulltrúar sjö stærstu stjórnmálaflokka landsins ræddu framtíð krónunnar í gær. Vísir/GVA Stærstu stjórnmálaflokkar landsins telja að efnahagslegur stöðugleiki, fjölbreyttur orkuiðnaður í sátt við umhverfi, og menntun og nýsköpun séu mikilvægustu áherslumálin er varða atvinnulífið. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Samtökin hafa lagt fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Skiptar skoðanir voru um framtíð krónunnar, hvort myntráð, upptaka evru eða önnur tól í peningastefnu væru lausnin. Jóna Sólveig Elínardóttir, fulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir myntráði og sagði að mikilvægt væri að hugsa ekki um lausn hverju sinni heldur líta til stöðugleika til lengri tíma. Össur Skarphéðinsson benti þá á að skýrsla Seðlabankans væri búin að afgreiða myntráð sem ekki besta kostinn, enda væri hann of áhættumikill. Langtímamarkmiðið í stöðugleika væri að taka upp evru Smári McCarthy taldi ákjósanlegt að notast við fastgengisstefnu til að ná því markmiði. Pólitísk samstaða var að mestu um að lækka tryggingargjald, en svo voru skiptar skoðanir um auðlindagjald á fundinum. Fulltrúar allra flokkanna, utan Sjálfstæðisflokksins, sögðust vilja að þjóðin kjósi um áframhaldandi viðræður um inngöngu í Evrópusambandið Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þó þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við göngum inn eða ekki vera mjög álitlega. Forystufólkið var sammála um nauðsyn á innviðauppbyggingu, hins vegar voru skiptar skoðanir um fjármögnun hennar, hvort fjármagna ætti uppbyggingu úr ríkiskassanum, með einkaframkvæmd eða blandaðri leið.Vísir hefur tekið saman helstu skoðanir flokkanna á málefnunum sem tekin voru fyrir á fundinum, sem og sex málefni Samtaka iðnaðarins.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins.Vísir/StefánLilja Alfreðsdóttir, FramsóknarflokkiÁherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki og aukin áhersla á nýsköpun.Framtíð krónunnar: Vantar umboð þjóðarinnar áður en farið er að skoða aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru.Ísland í ESB: Við erum til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið.Skattar og fyrirtæki: Lækka tryggingargjaldið, einfalda regluverk og skapa nýja hvata.Innviðauppbygging: Þörf á að gera betur í innviðauppbyggingu og vera með langtímasýn, þarf að klára að ljósleiðaravæða allt landið og setja meira í vegakerfið.Fjármagn til uppbyggingar innviða: Blönduð fjármögnun, til dæmis með samstarfi við lífeyrissjóði og önnur lönd.Við erum búin að sjá núna gríðarlegan vöxt í útflutningi á hugverkaiðnaði. Þetta er ekki takmörkuð auðlind, þetta er sá iðnaður sem við viljum sjá börnin okkar vinna í í framtíðinni og við eigum að hlúa að honum.Smári McCarthySmári McCarthy, Pírötum Áherslumál af sex málum SI: Menntun og efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Einbeita okkur að því að flytja út verðmætari varning. Búa til alvöru plön um að laga samkeppnishæfni okkar og krónuna.Framtíð krónunnar: Eina peningastefnan sem hefur skilað okkur hagvexti er fastgengisstefna. Lausnin er eins og hjá Króatíu að hafa lausbindingu við aðra gjaldmiðla.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um áframhaldandi viðræður.Skattar og fyrirtæki: Eðlilegt gjald sé tekið af orku og auðlindum, laga gallana í skattkerfinu, uppræta svindl, stöðva kennitöluflakk, þunna eiginfjármögnun.Innviðauppbygging: Þarf að byggja upp innviðina í landinu, samgöngur, ferðamannastaði, rafmagn og ljósleiðarasamband.Fjármagn til innviðauppbyggingar: Grunnþjónusta hjá hinu opinbera, uppbygging ferðamannastaða má vera í höndum einkaaðila.Verðbólguviðmiðin í dag eru ekki að virka nógu vel. Ég held að lausnin eigi að vera eins og hjá Króatíu, að hafa lausbindingu við aðra gjaldmiðla.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmÖssur Skarphéðinsson, SamfylkinguÁherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Upptaka evru.Framtíð krónunnar: Á móti myntráði þar sem sú leið sé of áhættusöm. Með upptöku evru.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna.Skattar og atvinnulíf: Innheimta meira af peningum frá stórútgerðinni, hækka veiðigjald, lækka tryggingargjald.Innviðauppbygging: Nauðsynleg innviðauppbygging.Fjármögnun innviðauppbyggingar: Mjög til í blandaðar leiðir, ákveðnir innviðir þurfa að vera fjármagnaðir af ríkinu, t.d. útrýming einbreiðra brúa af hringveginum. Sundabraut má fjármagna með gjöldum eins og tvöföldun Hvalfjarðarganga, lífeyrissjóðurinn getur komið að fjármögnun borgarlínu og léttlestakerfis á höfuðborgarsvæðinu.Það er langtímamarkmið að taka upp evruna og þá skiptir mestu máli að finna fjöldahreyfingu sem öll hefur það að sameiginlegu markmiði að hafa þjóðaratkvæði um hvort við eigum að halda áfram viðræðum.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.Mynd/Sigtryggur Ari JóhannssonKatrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum Áherslumál af sex málum SI: Orkumálin og loftslagsmálin.Framtíð krónunnar: Jákvætt að fá umræðu um myntráð og evru. Gjaldmiðill er fyrst og fremst tæki.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna við ESB og fagnar að fleiri séu til.Skattar og atvinnulíf: Lækka tryggingargjald, litlar breytingar á skattlagningu fyrirtækja, aukinn auðlindaréttur til þjóðarinnar.Innviðauppbygging: Innviðir þurfa að vera í lagi til að ungt fólk geti valið sér staðsetningu á því hvar það vill búa og starfa.Fjármögnun innviðauppbyggingar: Bætt skattframkvæmd og bætt skattheimta.Einkaframkvæmd í lagi í afmörkuðum framkvæmdum, en almennt á hið opinbera að koma að því. Við erum að tala um mat að skattaundanskot á Íslandi séu 80 milljarðar, ef þeir myndu allir skila sér til samfélagsins þá þyrftum við ekki að ræða þetta.Jóna Sólveig ElínardóttirJóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn Áherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Myntráð. Að mati Viðreisnar myndi þetta lækka vexti, gera verðtrygginguna óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið.Framtíð krónunnar: Myntráð.Ísland í ESB: Kjósa fyrst um áframhaldandi viðræður, ef þær halda áfram kjósa þá um inngöngu.Skattar og fyrirtæki: Einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara, grænir skattar, sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum.Innviðauppbygging: Nauðsynlegt að ráðast í innviðauppbyggingu og þarf að skoða það mjög vel.Fjármögnun innviða uppbyggingar: Skoða blandaða leið þegar kemur að vegakerfinu.Ég held að við höfum ekki tíma til að bíða með þetta. Þetta er eitthvað sem við ættum að hrinda í framkvæmd á tveimur árum, það getur allt breyst. (Um myntráð)Teitur Björn Einarsson lögfræðingurTeitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokknum Áherslumál af sex málum SI: Nýsköpun og menntun.Framtíð krónunnar: Þetta þarf að vera í stöðugri þróun. Evra og myntráð hafa sína kosti og galla en við erum ekki á þeim stað ennþá til að gera stórar breytingar.Ísland í ESB: Til í kosningu um hvort við förum inn.Skattar og fyrirtæki: Lækka skatta á fólk, lækka tryggingargjaldið, ennþá svigrúm til að fella niður óskilvirka skatta, taka sérstaklega til skoðunar fjármagnstekjur, skoða virðisaukaskattskerfið, laga til í þessum frumskógi sem er gjöld og skattar á bensín, orku og bifreiðar.Innviðauppbygging: Núna erum við betur fær um að sinna þessu, það þarf að bæta vegakerfið, tvöfalda vegi frá Reykjavík, byggja upp Keflavíkurflugvöll og raforku. Ekki hægt að gera allt í einu til að valda ekki þensluáhrifum.Fjármögnun innviða: Blönduð leiðSjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram á þeirr braut sem við höfum verið á, að lækka skatta á fólk.Þórunn PétursdóttirÞórunn Pétursdóttir, Bjartri framtíðÁherslumál af sex málum SI: Orkumálin.Framtíð krónunnar: Björt framtíð er alþjóðlega sinnað og frjálslynt afl. Flokkurinn styður inngöngu í ESB. Eigum að vinna að langtímamarkmiði í efnahagsmálum.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna.Skattar og atvinnulíf: Auðlindaréttur til þjóðarinnar, að fyrirtæki borgi fyrir það sem þau nýta.Innviðauppbygging: Við vitum að innviðakerfið hér er í rúst, ekki einungis vegirnir og heilbrigðiskerfið, önnur kerfi eru einnig fjársvelt, til dæmis skólakerfið; háskólar, leikskólar og grunnskólar landsins.Við eigum að vinna að langtímamarkmiðum og hugsun eins og Kínverjar, er það ekki það sem við þurfum að temja okkur? Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Stærstu stjórnmálaflokkar landsins telja að efnahagslegur stöðugleiki, fjölbreyttur orkuiðnaður í sátt við umhverfi, og menntun og nýsköpun séu mikilvægustu áherslumálin er varða atvinnulífið. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Samtökin hafa lagt fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Skiptar skoðanir voru um framtíð krónunnar, hvort myntráð, upptaka evru eða önnur tól í peningastefnu væru lausnin. Jóna Sólveig Elínardóttir, fulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir myntráði og sagði að mikilvægt væri að hugsa ekki um lausn hverju sinni heldur líta til stöðugleika til lengri tíma. Össur Skarphéðinsson benti þá á að skýrsla Seðlabankans væri búin að afgreiða myntráð sem ekki besta kostinn, enda væri hann of áhættumikill. Langtímamarkmiðið í stöðugleika væri að taka upp evru Smári McCarthy taldi ákjósanlegt að notast við fastgengisstefnu til að ná því markmiði. Pólitísk samstaða var að mestu um að lækka tryggingargjald, en svo voru skiptar skoðanir um auðlindagjald á fundinum. Fulltrúar allra flokkanna, utan Sjálfstæðisflokksins, sögðust vilja að þjóðin kjósi um áframhaldandi viðræður um inngöngu í Evrópusambandið Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þó þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við göngum inn eða ekki vera mjög álitlega. Forystufólkið var sammála um nauðsyn á innviðauppbyggingu, hins vegar voru skiptar skoðanir um fjármögnun hennar, hvort fjármagna ætti uppbyggingu úr ríkiskassanum, með einkaframkvæmd eða blandaðri leið.Vísir hefur tekið saman helstu skoðanir flokkanna á málefnunum sem tekin voru fyrir á fundinum, sem og sex málefni Samtaka iðnaðarins.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins.Vísir/StefánLilja Alfreðsdóttir, FramsóknarflokkiÁherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki og aukin áhersla á nýsköpun.Framtíð krónunnar: Vantar umboð þjóðarinnar áður en farið er að skoða aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru.Ísland í ESB: Við erum til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið.Skattar og fyrirtæki: Lækka tryggingargjaldið, einfalda regluverk og skapa nýja hvata.Innviðauppbygging: Þörf á að gera betur í innviðauppbyggingu og vera með langtímasýn, þarf að klára að ljósleiðaravæða allt landið og setja meira í vegakerfið.Fjármagn til uppbyggingar innviða: Blönduð fjármögnun, til dæmis með samstarfi við lífeyrissjóði og önnur lönd.Við erum búin að sjá núna gríðarlegan vöxt í útflutningi á hugverkaiðnaði. Þetta er ekki takmörkuð auðlind, þetta er sá iðnaður sem við viljum sjá börnin okkar vinna í í framtíðinni og við eigum að hlúa að honum.Smári McCarthySmári McCarthy, Pírötum Áherslumál af sex málum SI: Menntun og efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Einbeita okkur að því að flytja út verðmætari varning. Búa til alvöru plön um að laga samkeppnishæfni okkar og krónuna.Framtíð krónunnar: Eina peningastefnan sem hefur skilað okkur hagvexti er fastgengisstefna. Lausnin er eins og hjá Króatíu að hafa lausbindingu við aðra gjaldmiðla.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um áframhaldandi viðræður.Skattar og fyrirtæki: Eðlilegt gjald sé tekið af orku og auðlindum, laga gallana í skattkerfinu, uppræta svindl, stöðva kennitöluflakk, þunna eiginfjármögnun.Innviðauppbygging: Þarf að byggja upp innviðina í landinu, samgöngur, ferðamannastaði, rafmagn og ljósleiðarasamband.Fjármagn til innviðauppbyggingar: Grunnþjónusta hjá hinu opinbera, uppbygging ferðamannastaða má vera í höndum einkaaðila.Verðbólguviðmiðin í dag eru ekki að virka nógu vel. Ég held að lausnin eigi að vera eins og hjá Króatíu, að hafa lausbindingu við aðra gjaldmiðla.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmÖssur Skarphéðinsson, SamfylkinguÁherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Upptaka evru.Framtíð krónunnar: Á móti myntráði þar sem sú leið sé of áhættusöm. Með upptöku evru.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna.Skattar og atvinnulíf: Innheimta meira af peningum frá stórútgerðinni, hækka veiðigjald, lækka tryggingargjald.Innviðauppbygging: Nauðsynleg innviðauppbygging.Fjármögnun innviðauppbyggingar: Mjög til í blandaðar leiðir, ákveðnir innviðir þurfa að vera fjármagnaðir af ríkinu, t.d. útrýming einbreiðra brúa af hringveginum. Sundabraut má fjármagna með gjöldum eins og tvöföldun Hvalfjarðarganga, lífeyrissjóðurinn getur komið að fjármögnun borgarlínu og léttlestakerfis á höfuðborgarsvæðinu.Það er langtímamarkmið að taka upp evruna og þá skiptir mestu máli að finna fjöldahreyfingu sem öll hefur það að sameiginlegu markmiði að hafa þjóðaratkvæði um hvort við eigum að halda áfram viðræðum.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.Mynd/Sigtryggur Ari JóhannssonKatrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum Áherslumál af sex málum SI: Orkumálin og loftslagsmálin.Framtíð krónunnar: Jákvætt að fá umræðu um myntráð og evru. Gjaldmiðill er fyrst og fremst tæki.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna við ESB og fagnar að fleiri séu til.Skattar og atvinnulíf: Lækka tryggingargjald, litlar breytingar á skattlagningu fyrirtækja, aukinn auðlindaréttur til þjóðarinnar.Innviðauppbygging: Innviðir þurfa að vera í lagi til að ungt fólk geti valið sér staðsetningu á því hvar það vill búa og starfa.Fjármögnun innviðauppbyggingar: Bætt skattframkvæmd og bætt skattheimta.Einkaframkvæmd í lagi í afmörkuðum framkvæmdum, en almennt á hið opinbera að koma að því. Við erum að tala um mat að skattaundanskot á Íslandi séu 80 milljarðar, ef þeir myndu allir skila sér til samfélagsins þá þyrftum við ekki að ræða þetta.Jóna Sólveig ElínardóttirJóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn Áherslumál af sex málum SI: Efnahagslegur stöðugleiki.Leið að efnahagslegum stöðugleika: Myntráð. Að mati Viðreisnar myndi þetta lækka vexti, gera verðtrygginguna óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið.Framtíð krónunnar: Myntráð.Ísland í ESB: Kjósa fyrst um áframhaldandi viðræður, ef þær halda áfram kjósa þá um inngöngu.Skattar og fyrirtæki: Einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara, grænir skattar, sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum.Innviðauppbygging: Nauðsynlegt að ráðast í innviðauppbyggingu og þarf að skoða það mjög vel.Fjármögnun innviða uppbyggingar: Skoða blandaða leið þegar kemur að vegakerfinu.Ég held að við höfum ekki tíma til að bíða með þetta. Þetta er eitthvað sem við ættum að hrinda í framkvæmd á tveimur árum, það getur allt breyst. (Um myntráð)Teitur Björn Einarsson lögfræðingurTeitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokknum Áherslumál af sex málum SI: Nýsköpun og menntun.Framtíð krónunnar: Þetta þarf að vera í stöðugri þróun. Evra og myntráð hafa sína kosti og galla en við erum ekki á þeim stað ennþá til að gera stórar breytingar.Ísland í ESB: Til í kosningu um hvort við förum inn.Skattar og fyrirtæki: Lækka skatta á fólk, lækka tryggingargjaldið, ennþá svigrúm til að fella niður óskilvirka skatta, taka sérstaklega til skoðunar fjármagnstekjur, skoða virðisaukaskattskerfið, laga til í þessum frumskógi sem er gjöld og skattar á bensín, orku og bifreiðar.Innviðauppbygging: Núna erum við betur fær um að sinna þessu, það þarf að bæta vegakerfið, tvöfalda vegi frá Reykjavík, byggja upp Keflavíkurflugvöll og raforku. Ekki hægt að gera allt í einu til að valda ekki þensluáhrifum.Fjármögnun innviða: Blönduð leiðSjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram á þeirr braut sem við höfum verið á, að lækka skatta á fólk.Þórunn PétursdóttirÞórunn Pétursdóttir, Bjartri framtíðÁherslumál af sex málum SI: Orkumálin.Framtíð krónunnar: Björt framtíð er alþjóðlega sinnað og frjálslynt afl. Flokkurinn styður inngöngu í ESB. Eigum að vinna að langtímamarkmiði í efnahagsmálum.Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna.Skattar og atvinnulíf: Auðlindaréttur til þjóðarinnar, að fyrirtæki borgi fyrir það sem þau nýta.Innviðauppbygging: Við vitum að innviðakerfið hér er í rúst, ekki einungis vegirnir og heilbrigðiskerfið, önnur kerfi eru einnig fjársvelt, til dæmis skólakerfið; háskólar, leikskólar og grunnskólar landsins.Við eigum að vinna að langtímamarkmiðum og hugsun eins og Kínverjar, er það ekki það sem við þurfum að temja okkur?
Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18