Gistiheimili á Húsafelli vill ekki deila bílastæðum með nýju legsteinasafni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Páll á Húsafelli í grunni fyrirhugaðs legsteinasafns sem eigandi gistiheimilis í gamla Húsafellsbænum í baksýn kærði. vísir/vilhelm „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira