Félagar Merkel snúast gegn henni Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands, og Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands. Fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira