Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara Þóra Einarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun