Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 15:56 Segir Pírata hafa tekið út upplýsingar um stefnu sína varðandi höfundarétt þar sem þeir viti að skoðanir þeirra þoli ekki ljósið. Vísir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24