Enski boltinn

Kompany meiddur í 35. sinn síðan hann kom til Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany fékk höfuðhögg og fór af velli gegn Crystal Palace um síðustu helgi.
Kompany fékk höfuðhögg og fór af velli gegn Crystal Palace um síðustu helgi. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna hnémeiðsla.

Belgíski miðvörðurinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár en Kompany spilaði t.a.m. aðeins 14 deildarleiki á síðasta tímabili.

Í vetur hefur Kompany aðeins náð að klára einn leik, gegn Swansea City í deildarbikarnum. Hann var í byrjunarliðinu gegn Crystal Palace um síðustu helgi en fór af velli vegna höfuðhöggs.

Síðan Kompany kom til Man City árið 2008 hefur hann meiðst 35 sinnum, að því er fram kemur á vef BBC.

Man City mætir Burnley í hádeginu á morgun, í fyrsta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikur Burnley og Man City hefst klukkan 12:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir

Guardiola vill ekki nota Yaya í vörninni

Yaya Toure kom inn í lið Manchester City um síðustu helgi og sló í gegn með því að skora tvö mörk í 2-1 útisigri á Crystal Palace í sínum fyrsta leik fyrir Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×