Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla segir alvarlega stöðu blasa við ef leiðbeinendum í skólunum fjölgar. Vísir/Stefán Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira