Fyrst var flutningabíll sprengdur í loft upp og nokkrum mínútum síðar var mótorhjól hlaðið sprengiefnum sprengt á sama stað.
Samkvæmt Al-Jazeera var skotmark árásarinnar höfuðstöðvar lögreglu Kúrda í borginni og nærliggjandi opinber bygging.
Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í á sjötta ár. Syrian Observatory for Human Rights áætla að um 280 þúsund manns hafi látið lífið á þeim tíma.
Um 4,8 milljónir manna hafa flúið Sýrlandi, en þar að auki er talið að rúmlega 6,5 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín innan Sýrlands.