Svona verður dagskráin á Innipúkanum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 14:23 Það verður einnig fjör í bænum. vísir Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira