Erlent

Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gömul mynd af Hinckley fyrir utan Hvíta húsið.
Gömul mynd af Hinckley fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/AFP
John Hinckley Jr. er laus úr haldi. Hann hefur verið á geðsjúkrahúsi í 35 ár eða frá því hann skaut Ronald Reagan til að ganga í augun á leikkonunni Jodie Foster.

Hinckley er nú 61 árs gamall en hann var á sínum tíma dæmdur saklaus vegna geðrænna vandamála.

Skotárásin átti sér stað þann 30. mars 1981 í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, en ásamt Reagan særðust þrír til viðbótar.

Læknar á St. Elizabeths sjúkrahúsinu hafa um árabil sagt að Hinckley væri búinn að komast yfir veikindi sín, en hann hefur fengið að yfirgefa sjúkrahúsið reglulega frá 2003. Nú er hann hins vegar laus að fullu.

Hann mun þó áfram þurfa að gangast undir hópmeðferð og hefur verið bannað að tjá sig við fjölmiðla.

Hér að neðan má sjá ársgamla frétt frá AP um John Hinckley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×