Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2016 13:00 vísir/pjetur/anton Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál. Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14