Tesla og SolarCity sjá heilli eyju fyrir rafmagni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Tæknijöfurinn Elon Musk sér heilli eyju fyrir rafmagni. Nordicphotos/AFP Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00