Falleg en myrk og brengluð fantasía Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2016 11:00 Upprunalegt umslag plötunnar, teiknað af George Condo, en það var bannað í sumum búðum. Samtals teiknaði Condo níu mismunandi myndir fyrir umslagið. Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega. Donald Trump Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega.
Donald Trump Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira