Enski boltinn

Bony gæti farið til Kína í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bony í leik með Stoke.
Bony í leik með Stoke. vísir/getty
Mark Hughes, stjóri Stoke City, hefur greint frá því að framherjinn Wilfried Bony sé með klausu í samningi sínum um að hann geti farið til Kína í janúar.

Bony er í láni hjá Stoke út leiktíðina en hann er í eigu Man. City.

„Það þarf margt að gerast áður en hann getur farið til Kína. Ekki síst að hann vilji sjálfur fara þangað,“ sagði Hughes.

„Ég held að hann hafi ekki áhuga á því. Ég held að hann sjái sinn feril fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni næstu árin.“

Bony hefur skorað tvö mörk í tíu leikjum fyrir Stoke í vetur. Bæði komu þau gegn hans gamla félagi, Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×