Innlent

Löng biðröð fyrir utan Elko

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday.
Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday. vísir/jói k
Löng röð hafði myndast fyrir utan raftækjaverslunina Elko Lindum í morgun vegna þeirra tilboða sem boðið verður upp á í tilefni af svarta föstudeginum, eða Black Friday, líkt og dagurinn kallast á ensku. Verslunin var opnuð klukkan átta en röðin var tekin að myndast að minnsta kosti einni klukkustund fyrir opnun.

Sófus Árni Hafsteinsson, verslunarstjóri í Elko, segir í samtali við Vísi að tilboð sé á allflestum vörum í búðinni og að tilboðin séu sambærileg og í fyrra. Hann segist búast við stöðugum straumi fólks í allan dag, og að því verði allt starfsfólk verslunarinnar við störf í dag.

Fleiri verslanir taka þátt í þessum degi, en svartur föstudagur á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem dagurinn markar upphaf jólavertíðarinnar. Hann hefur sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin ár og virðist nú hafa náð fótfestu, því sífellt fleiri verslanir sjá sóknarfæri í þátttöku.

vísir/jói k

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×